Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:04 Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira