900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 17:24 Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14
Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04