Heilbrigðisráðherra þekkir ekki hvort óskað hafi verið eftir áliti Landspítalans Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 15. júní 2015 22:04 „Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi væri tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi væri tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sjá meira