Þjóðin í tvö horn vegna laga á verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Helmingur aðspurðra í nýrri skoðanakönnun blaðsins telur að það hafi ekki verið rétt að setja lög á verkföllin. Vísir/Valli „Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30