Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2015 13:15 Þingheimur vísir/vilhelm Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið. Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið.
Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira