Íslenski boltinn

„Sigurvegari númer eitt, tvö og þrjú“ | Steini Gísla í Goðsögnum í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Goðsagnir efstu deildar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld eins og síðustu föstudaga, en í kvöld verður fjallað um feril Sigursteins Gíslasonar.

Sigursteinn var gríðarlega sigursæll leikmaður, en hann vann níu Íslandsmeistara á sínum ferli; fimm í röð með ÍA frá 1992-1996 og svo fjóra á fimm árum með KR frá 1999-2003.

„Hann var bara sigurvegari númer eitt, tvö og þrjú. Það komst ekkert annað að,“ segir Kristján Finnbogason, fyrrverandi samherji Sigursteins, um hann í þætti kvöldsins.

Sigursteinn lést af völdum krabbameins í janúar 2012 en verður alla tíð minnst sem eins af Goðsögnum efstu deildar.

Ekki missa af ótrúlegum ferli Sigursteins á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×