Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 10:39 Mynd af Ingva Hrafni, þar sem hann sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn af skjánum, hefur vakið upp verulega reiði meðal heilbrigðisstétta. Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira