Innlent

BHM sest að samningaborðinu með ríkinu eftir hlé

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. fréttablaðið/stefán
Saminganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins hittast í Karphúsinu á fundi klukkan tvö. Síðasti fundur í deilunni var á föstudaginn var og virtist deilan komin í algjöran hnút eftir þann fund.

Forystumenn BHM hittu Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi gær til að fara yfir stöðuna í deilunni en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í átta vikur. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, býst við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×