Helena: Þurftum að koma okkur út úr þessu bulli Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 2. júní 2015 21:56 Vísir/Daníel "Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun Íslands gegn Möltu á Smáþjóðaleikunum í kvöld. Ísland lenti 10-0 undir og var 32-22 undir í öðrum leikhluta áður en liðið hrökk í gang. Ísland vann á endanum tíu stiga sigur, 83-73. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
"Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun Íslands gegn Möltu á Smáþjóðaleikunum í kvöld. Ísland lenti 10-0 undir og var 32-22 undir í öðrum leikhluta áður en liðið hrökk í gang. Ísland vann á endanum tíu stiga sigur, 83-73. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira