Craig fyrsti erlendi þjálfarinn í 26 ár á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 16:15 Craig Pedersen fyrir miðju með aðstoðarþjálfurunum Arnari Guðjónssyni og Finni Frey Stefánssyni. mynd/kkí Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira