Sport

Hrafnhildur náði Ólympíulágmarki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í gær önnur sundkonan frá Íslandi til að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Hrafnhildur náði lágmarkinu í 200 m fjórsundi er hún synti á 2:13,83 mínútum og bætti þar með Íslandsmetið í greininni um 1,04 sekúndur. Hún bætti einnig mótsmet Smáþjóðaleikanna.

A-lágmark fyrir ÓL í Ríó er 2:14,26 mínútur og tími Hrafnhildar því langt undir lágmarkinu.

Hún á þó eftir að keppa í bringusundi sem er hennar sterkasta grein og verður forvitnilegt að sjá hvernig henni vegnar í henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×