Innlent

Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM
Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM vísir/ernir
Nú klukkan hálf sex slitnaði upp úr fundi samninganefnda ríkisins og bandalags háskólamanna og ekki hefur verið boðaður nýr fundur. Nefndinrnar funduðu í sex tíma í gær og héldu viðræðunum áfram frá klukkan þrjú í dag. Á fundinum í dag var haldið áfram með umræðu um punkta sem samninganefnd ríksins lagði fyrir fulltrúa BHM hjá ríkissáttasemjara í gær. Félagar í BHM hafa verið í verkfalli í á níundu viku.

„Það stefnir í neyðarástand á Landspítalanum í haust, ekki vegna verkfalla, heldur vegna þess að það sem við óttuðumst mest er orðið að veruleika,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. „Mannskapurinn er á förum.“

Í yfirlýsingu frá BHM kemur fram að tillögur bandalagsins til lausnar deilunni hafi verið hafnað líkt og öllum öðrum tillögum. Samningsvilji ríkisins sé enginn þótt BHM hafi samþykkt að semja til fjögurra ára. Verulegrar reiði og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum en þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur nú sagt upp störfum. Fjöldi ljósmæðra og dýralækna hefur sótt um störf á öðrum Norðurlöndum.

Hjúkrunarfræðingar funda enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn í dag er sá fyrsti frá því að upp úr viðræðum slitnaði á föstudaginn. Sá fundur hefur staðið yfir síðan klukkan korter yfir tvö í dag.


Tengdar fréttir

Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag

"No comment,“ segir formaður samninganefndir BHM, um hvort fundur gærdagsins ýti undir bjartsýni á lausn kjaradeilu félagsins við ríkið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í rúma fjóra tíma í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×