Átta milljónir hafa safnast fyrir körfuboltalandsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 06:30 Kempurnar Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson ásamt landsliðsmönnunum Hlyni Bæringssyni og Loga Gunnarssyni. vísir/ernir „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira