„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2015 15:44 Benedikt Jóhannesson er einn af þeim sem stendur að stofnun nýja flokksins. Vísir/GVA „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér. Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér.
Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira