Innlent

BHM og hjúkrunarfræðingar boða til mótmæla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Félagsmenn BHM
Félagsmenn BHM vísir/pjetur
BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa boðað til þögulla mótmæla við Stjórnarráðið á morgun á meðan ríkisstjórnarfundi stendur. Mótmælin eiga að hefjast klukkan korter yfir níu og standa þar til fundi lýkur.

Í gær sigldu sáttafundir BHM og hjúkrunarfræðingar við ríkið í strand og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Meðlimir BHM hafa verið í verkfalli í um átta vikur og ekki sér fyrir endan á því. Sömu sögu er að segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga þó það hafi staðið skemur yfir.

Þriðjungur geislafræðinga LSH hafa sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins er farinn að hugsa sér til hreyfings.

Félögin hvetja fólk til að mæta og sýna samstöðu í verki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×