Luis Suarez, framherji Barcelona, segir að andinn í Barcelona liðinu hafi verið einstakur frá degi eitt á þessu tímabili. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum sem fram fór í Berlín.
„Þetta er ótrúlegt, þetta er algjörlega einstakt. Að vinna þessa titla sem þú þarft að berjast fyrir,” sagði Suarez í leikslok.
Rakitic kom Barcelona yfir, en Alvaro Morata jafnaði. Suarez kom svo Barcelona í 2-1 áður en Neymar tryggði titilinn í uppbótartíma og lokatölur eins og fyrr segir 3-1.
„Ég held að eftir jöfnunarmarkið fóru þeir aðeins framar, en við erum með frábæra leikmenn sem klára svona leiki. Við höfum náð öllum okkar markmiðum.”
„Besta við þetta allt saman er andinn í liðinu og sú staðreynd að við höfum barist frá fyrsta degi tímabilsins,” sagði Suarez í leikslok
Fótbolti