Birkir Bjarna: Vil taka þátt í þessu ævintýri en skyldan kallar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 12:00 Birkir Bjarnason kemur til Íslands í dag. vísir/getty Eins og greint var frá í gær spilar Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ekki seinni umspilsleikiinn með Pescara gegn Bologna. Pescara stendur á barmi endurkomu í ítölsku A-deildina, en það spilar hreinan úrslitaleik við Bologna um sætið eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Leikirnir eru spilaðir á alþjóðlegum leikdögum og er íslenska landsliðið því í fullum rétti að kalla Birki til landsins fyrir undirbúning gegn Tékkum, en strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn þeim í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið. Birkir spilaði fyrri leikinn gegn Bologna, en Ísland ákvað svo að nýta sér réttinn og kalla á Birki. Annars hefði hann spilað seinni leikinn annað kvöld og þá átt eftir að fljúga heim og misst af tveimur og hálfum degi í undirbúningnum. Birkir ritar nokkur orð til stuðningsmanna Pescara á Instagram-síðu sína, þar sem hann segir einfaldlega að skylda kalli heima á Íslandi. „Skyldan kallar, þó í hjartanu vilji ég vera áfram hérna og klára þetta mikla ævintýri. Það er því með mikilli eftirsjá sem ég segi ykkur að ég verð ekki með í lokaleiknum. En liðið er gott og getur unnið hvern sem er,“ segir Birkir Bjarnason. Birkir hefur spilað frábærlega fyrir Pescara á tímabilinu, en hann skoraði tíu mörk í 37 leikjum í deildinni og er búinn að skora tvö mikilvæg mörk í úrslitakeppninni um sætið í A-deildinni. Anche se il cuore mi chiede di restare fino al termine di questa bella avventura, il dovere mi chiama.. E quindi è con sincero dispiacere che non sarò presente all'ultima partita!!! Cmq la squadra è forte, e può vincere contro chiunque A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Jun 7, 2015 at 11:57am PDT EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Eins og greint var frá í gær spilar Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ekki seinni umspilsleikiinn með Pescara gegn Bologna. Pescara stendur á barmi endurkomu í ítölsku A-deildina, en það spilar hreinan úrslitaleik við Bologna um sætið eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Leikirnir eru spilaðir á alþjóðlegum leikdögum og er íslenska landsliðið því í fullum rétti að kalla Birki til landsins fyrir undirbúning gegn Tékkum, en strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn þeim í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið. Birkir spilaði fyrri leikinn gegn Bologna, en Ísland ákvað svo að nýta sér réttinn og kalla á Birki. Annars hefði hann spilað seinni leikinn annað kvöld og þá átt eftir að fljúga heim og misst af tveimur og hálfum degi í undirbúningnum. Birkir ritar nokkur orð til stuðningsmanna Pescara á Instagram-síðu sína, þar sem hann segir einfaldlega að skylda kalli heima á Íslandi. „Skyldan kallar, þó í hjartanu vilji ég vera áfram hérna og klára þetta mikla ævintýri. Það er því með mikilli eftirsjá sem ég segi ykkur að ég verð ekki með í lokaleiknum. En liðið er gott og getur unnið hvern sem er,“ segir Birkir Bjarnason. Birkir hefur spilað frábærlega fyrir Pescara á tímabilinu, en hann skoraði tíu mörk í 37 leikjum í deildinni og er búinn að skora tvö mikilvæg mörk í úrslitakeppninni um sætið í A-deildinni. Anche se il cuore mi chiede di restare fino al termine di questa bella avventura, il dovere mi chiama.. E quindi è con sincero dispiacere che non sarò presente all'ultima partita!!! Cmq la squadra è forte, e può vincere contro chiunque A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Jun 7, 2015 at 11:57am PDT
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira