Annar ritstjóri DV segir frétt blaðsins um stöðugleikaskatt góða blaðamennsku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2015 10:22 Eggert Skúlason vísir/gva Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12