Annar ritstjóri DV segir frétt blaðsins um stöðugleikaskatt góða blaðamennsku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2015 10:22 Eggert Skúlason vísir/gva Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12