Annar ritstjóri DV segir frétt blaðsins um stöðugleikaskatt góða blaðamennsku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2015 10:22 Eggert Skúlason vísir/gva Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, furðar sig á ummælum þingmanna í umræðum á Alþingi í gær. Orðin birtir hann í stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í morgun. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauðsyn þessarar lagasetningar hér í kvöld eða nótt leka í DV sem varð á föstudagsmorguninn var þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Steingrímur í ræðustól á Alþingi. Steingrímur bætti enn fremur við að hann vildi að forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig það gæti gerst að út úr hinu lokaða ferli til undirbúnings frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta skuli koma skaðlegur leki af því tagi beint í gegnum nafngreindan blaðamann DV og á forsíðu þess blaðs.Sjá einnig: Búist við kynningu á 40 prósenta stöðugleikaskatti í ríkisstjórn Er hann svaraði andsvari Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarnar, upplýsti Steingrímur um að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hafi sagt umfjöllunina vera ástæðu þess að frumvarpið var flutt með svo skömmum fyrirvara. Össur Skarphéðinsson tjáði sig einnig um málið á Facebook. Össuri var tíðrætt um það í pontu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem Alþingi er kallað til þingfundar á sunnudagskvöldi. „Innsti hringurinn míglekur raunar, því viðskiptaritstjóri DV hefur allajafna meiri upplýsingar en almennir ráðherrar um stöðuna – og miklu meiri en nokkur þingmaður.Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir? – Í miðju framkvæmdavaldsins er trúnaður brotinn. Upplýsingum, sem geta skaðað stöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum er lekið,“ skrifar Össur meðal annars á vefinn. Ritstjórinn segir þessi orð sérstök og furðar sig á þeim orðum þingmannanna að réttast væri að láta rannsaka frétt DV. Frétt blaðsins sé aðeins enn eitt púslið í viðamilli umfjöllun blaðsins um gjaldeyrishöftin.Leki eða góð blaðamennska?Ofurlítið sérstakt að fylgjast með umræðu á Alþingi þar sem forsíðufrétt DV frá því á fö...Posted by Eggert Skúlason on Monday, 8 June 2015 Alþingi kvatt saman út af leka í DVTrúnaðarupplýsingum um afnám gjaldeyrishafta var lekið í DV af einhverjum úr innsta...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, 7 June 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12