Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 12:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna. Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira