Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 13:27 Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Vísir/GVA Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23