„Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 16:45 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27