„Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 16:45 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því á Alþingi í dag að þingmenn hafi verið boðaðir á kynningarfund um losun hafta með níu mínútna fyrirvara. Fundurinn hófst klukkan hálftólf í dag en sagði Róbert að tilkynning um fundinn hafi komið klukkan 11.21. Sagðist hann vita til þess að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hafi lagt mikið á sig til að af fundinum gæti orðið og þakkaði þingmaðurinn forsetanum fyrir það. Hins vegar sagði Róbert það vera vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki planað slíkan fund og ráðgert að tala við stjórnarandstöðuna. Undir þessi orð Róberts tók Bjargey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagði hún að eftir mikla eftirgangssemi af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafi það fengist í gegn að halda fundinn. Sagði Bjarkey að ekki hafi gefist mikill tími til að spyrja spurninga um frumvörpin þar sem hálftíma síðar hafi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna málsins hafist í Hörpu en þingmaðurinn sagði blaðamannafundinn hafa verið „skrautsýningu.“ „Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir því að hún þarf á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli,“ sagði Bjarkey. Þá kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að í gærkvöldi hafi staðan verið þannig að einungis hafi átt að kynna haftafrumvörpin fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna en ekki sjórnarandstöðunnar. „Við áttum bara að hlusta á blaðamannafundinn. [...] Upplagið er algjörlega óásættanlegt og ekki sæmandi þessu stóra máli og virðingu þingsins.“ Umræðuna á þinginu í dag má sjá hér að neðan.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27