Bann við fóstureyðingum ógnar lífi og heilsu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 10:43 Vísir/Getty Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar. Andorra San Marínó Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar.
Andorra San Marínó Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira