Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júní 2015 14:19 Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Vísir/Valli Gangi nauðasamningar slitabúanna eftir líkt og útlit er fyrir að muni gerast fyrir lok ársins verður sá skattstofn sem nýttur hefur verið til að fjármagna skuldaniðurfærslu stjórnvalda, sem kölluð er Leiðréttingin, ekki lengur til staðar. Þess í stað verða fjármunir sem fást með svokölluðum stöðugleikagreiðslum eða stöðugleikaskatti notaðar til að fjármagna aðgerðirnar. Umfang þeirra nemur í heild 80 milljörðum króna og skiptist niður á fjögur ár. Þegar hafa á annan tug milljarða verið greiddir inn á ætlun niðurgreiðslunnar. Hundruð milljarða í ríkiskassann Slitabúin hafa val um hvort þeir gangi til nauðasamninga fyrir næstu áramót sem fela í sér sérstakar greiðslur til ríkisins eða hvort þau undirgangist 39 prósenta stöðugleikaskatt sem lagður er í eitt skipti á heildareignir slitabúanna. Hvor leiðin sem farin verður felur í sér hundruð milljarða greiðslur til ríkisins. Samkvæmt frumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um stöðugleikaskatt er áformað að skatttekjunum verði í fyrsta lagi varið til að mæta lækkun tekna af bankaskattinum sem leiðir af frumvarpinu og uppgjöri slitabúanna. Restin fer í skuldir ríkisins Þeir fjármunir sem eftir verða fara í uppgreiðslu skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands og það sem út af stendur eftir þá aðgerð fer inn á sérstakan innlánsreikning ríkissjóðs í Seðlabankanum sem síðan verður notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. Áætlað er að hægt verði að greiða niður nokkuð stóran hluta af skuldum ríkisins, sem í apríl námu 1.450 milljörðum króna, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu getur uppgreiðsla skulda ríkissjóðs numið samtals um 30 prósentum af vergri landsframleiðslu sem leiða mun til rúmlega 40 milljarða króna árlegrar lækkunar vaxtagjalda þegar allt verður um garð gengið. Gjaldeyrishöft Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Gangi nauðasamningar slitabúanna eftir líkt og útlit er fyrir að muni gerast fyrir lok ársins verður sá skattstofn sem nýttur hefur verið til að fjármagna skuldaniðurfærslu stjórnvalda, sem kölluð er Leiðréttingin, ekki lengur til staðar. Þess í stað verða fjármunir sem fást með svokölluðum stöðugleikagreiðslum eða stöðugleikaskatti notaðar til að fjármagna aðgerðirnar. Umfang þeirra nemur í heild 80 milljörðum króna og skiptist niður á fjögur ár. Þegar hafa á annan tug milljarða verið greiddir inn á ætlun niðurgreiðslunnar. Hundruð milljarða í ríkiskassann Slitabúin hafa val um hvort þeir gangi til nauðasamninga fyrir næstu áramót sem fela í sér sérstakar greiðslur til ríkisins eða hvort þau undirgangist 39 prósenta stöðugleikaskatt sem lagður er í eitt skipti á heildareignir slitabúanna. Hvor leiðin sem farin verður felur í sér hundruð milljarða greiðslur til ríkisins. Samkvæmt frumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um stöðugleikaskatt er áformað að skatttekjunum verði í fyrsta lagi varið til að mæta lækkun tekna af bankaskattinum sem leiðir af frumvarpinu og uppgjöri slitabúanna. Restin fer í skuldir ríkisins Þeir fjármunir sem eftir verða fara í uppgreiðslu skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands og það sem út af stendur eftir þá aðgerð fer inn á sérstakan innlánsreikning ríkissjóðs í Seðlabankanum sem síðan verður notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. Áætlað er að hægt verði að greiða niður nokkuð stóran hluta af skuldum ríkisins, sem í apríl námu 1.450 milljörðum króna, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu getur uppgreiðsla skulda ríkissjóðs numið samtals um 30 prósentum af vergri landsframleiðslu sem leiða mun til rúmlega 40 milljarða króna árlegrar lækkunar vaxtagjalda þegar allt verður um garð gengið.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira