Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:00 Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27