Þórey Vilhjálmsdóttir um Lekamálið: „Ég held ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi" Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. maí 2015 17:02 Þórey Vilhjálmsdóttir gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra í innanríkisráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi." Lekamálið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi."
Lekamálið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira