Þórey stefnir blaðamönnum DV Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2014 15:37 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45
„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15