Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Linda Blöndal skrifar 30. maí 2015 19:30 Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa. Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Fjármagn til skattalækkana og uppbyggingar félagslegs húsnæðis er ekki á fjárlögum en ríkisstjórnin kynnti áform þess efnis í gær að lækka skatta og byggja félagslegt húsnæði. Árni Páll Árnason, segist óttast að kostnaðurinn lendi á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu.Bótaþegar sitji eftirFormenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu í gær aðgerðir í tengslum við kjarasamninga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin. Tekjuskattur á kjörtímabilinu verður lækkaður um næstum 16 milljarða, sem svarar til tæpra þrettán prósenta af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður sagði að í svörum fjármálaráðherra í vikunni á Alþingi hefði komið fram að bótaþegum yrðu ekki tryggð lágmarkslaun. Efasemdir um að nóg sé gert„Stærsta spurningin er að sjálfsögðu sú, verður öllum tryggt að þeir náði þessum þrjú hundruð þúsund krónum í lok samningstímans sem stefnt er að því að tryggja. Því miður virðist það ljóst, eftir því sem ríkisstjórnin segir að það muni ekki gilda um aldraða, öryrkja og atvinnulausa. Svo er líka spurning hvort það sé nægjanlega vel í lag varðandi húsnæðismálin og ég hef miklar efasemdir um að svo sé", sagði Árni Páll í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það er margt eftir óljóst í þeim málaflokki", segir hann. Ekki í fjárlögumUm 2,5 milljarðar fara árlega næstu fjögur árin í uppbyggingu 2300 félagslegra íbúða og 2 milljarðar fara í annan kostnað vegna aukinna húsnæðis bóta. Aðgerðirnar munu kosta alls 34 milljarða króna á næstu fjórum árum. „Það er hvergi gert ráð fyrir þessu í fjárlögum og við höfum séð ríkisstjórnina hingað til fara mjög öfugsnúna leið þegar kemur að því loka gati eins og því sem blasir nú við að brúa. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að auka almennar álögur á fólk, óháð því hvaða tekjur það hefur. Það væri auðvitað hræðilega niðurstaða að ef afleiðingin af þessari breytingu, sem vissulega mun nýtast vel millitekjufólki, að ef afleiðingin yrði að við myndum á endanum borga fyrir þetta allt sjálf með því að það verði bara dýrara að fara til læknis og kaupa lyf", segir Árni Páll og slíkt myndi bitna allra þyngst á þeim sem ríkisstjórnin ætlar að skilja eftir, það er að segja, öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum. Tillögur um bótakerfið kynntar í sumarStarfshópur sem vinnur að breytingum á bótakerfi öryrkja og aldraðra mun skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar síðsumars en ekki er víst hvaða línur verða lagðar þá nema að lagt verður til að ellilífeyrisaldur muni hækka yfir langan tíma. Útfærslur á aðgerðunum í gær eru um margt óljósar enn en Árni Páll telur að svo virðist sem þær séu til þes fallnar að vinna gegn jöfnuði meðal tekjuhópa.
Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira