Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 10:46 Ingólfur Helgason (til hægri) og Grímur Sigurðsson, lögmaður Ingólfs, til vinstri. Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. Ingólfur var forstjóri bankans á Íslandi og er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Er frávísunin meðal annars byggð á því að brotið hafi verið gegn rétti Ingólfs til að velja sér verjanda. Jóhannes Bjarni Björnsson var upphaflega verjandi Ingólfs en var settur af þar sem ákæruvaldið gat ekki útilokað að hann yrði kallaður til sem vitni í málinu. Jóhannes var þó aldrei kallaður til sem vitni en hlerað símtal hans við Bjarka Diego, einn af ákærðu í málinu, er á meðal gagna málsins. Grímur sagði svo að það Ingólf bæði dóminn um að byggja ekki á „svokallaðri eftirhyggju“: „Það verður að meta þá háttsemi sem átti sér stað á grundvelli þeirra þjóðfélagsviðhorfa og lagatúlkunar sem var uppi á þeim tíma en ekki á grundvelli þeirra þjóðfélagsviðhorfa sem eru uppi nú.“Telur símhleranir sönnurgagn um ekki neitt Þá sagði verjandinn að halda yrði allar grundvallarreglur réttarríkisins í heiðri, sem hann telur að hafi ekki verið gert, og gerði í framhaldinu alvarlega athugasemdir við framgöngu ákæruvaldsins í málinu. Gerði Grímur að umtalsefni símhleranir sem gerðar voru eftir að menn fengu réttarstöðu sakbornings og sagði þær „ekki sönnunargagn um neitt.“ Þá gerði hann athugasemdir við leiðandi spurningar ákæruvaldsins sem hann sagði oft á tíðum hafa verið studdar röngum fullyrðingum. „Þá gerir ákærði alvarlegar athugasemdir við málflutning ákæruvaldsins. Þar var í mörgum tilvikum farið rangt með staðreyndir og vísað með ónákvæmum og óábyrgum hætti í gögn málsins.“Rætt um vald Ingólfs Til vara er farið fram á að Ingólfur verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Byggist sýknukrafan á því að Ingólfur hafi ekki verið í yfirstjórn bankans á ákærutímabilinu. Hann hafi því ekki stjórnað bankanum heldur aðeins starfsemi hans Kaupþings á Íslandi. Hlutverk Ingólfs hafi því verið að sinna og hafa umsjón með þeirri starfsemi sem fór fram hér á landi. Næsti yfirmaður hans var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings samstæðunnar. „Það er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að hlutverk eða vald Ingólfs Helgasonar hafi verið meira en þetta,“ sagði verjandi hans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í nokkur símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins.Greyið Ingólfur hafi engu ráðið Í símtölunum segir Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einnig ákærður í málinu, um Ingólf að hann sé maðurinn sem gefi honum (Einari) skipanir en hann sé ekki maðurinn sem taki neinar ákvarðanir. Þá sé Ingólfur „ekkert aðal plottarinn í þessu.“ Grímur fór líka yfir nokkur ummæli Frosta Reys Rúnarssonar, sem var forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings og var á meðal vitna í málinu. Í einu símtali segir Frosti meðal annars: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.“ Í öðru símtalanna segist Frosti hafa “pínu áhyggjur af Golla en ég held að flestir viti að Ingólfur Helgason réð engu í bankanum.” Stuttu síðar í sama símtali segir Frosti svo: „Hann tók ekki eina einustu ákvörðun.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. Ingólfur var forstjóri bankans á Íslandi og er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Er frávísunin meðal annars byggð á því að brotið hafi verið gegn rétti Ingólfs til að velja sér verjanda. Jóhannes Bjarni Björnsson var upphaflega verjandi Ingólfs en var settur af þar sem ákæruvaldið gat ekki útilokað að hann yrði kallaður til sem vitni í málinu. Jóhannes var þó aldrei kallaður til sem vitni en hlerað símtal hans við Bjarka Diego, einn af ákærðu í málinu, er á meðal gagna málsins. Grímur sagði svo að það Ingólf bæði dóminn um að byggja ekki á „svokallaðri eftirhyggju“: „Það verður að meta þá háttsemi sem átti sér stað á grundvelli þeirra þjóðfélagsviðhorfa og lagatúlkunar sem var uppi á þeim tíma en ekki á grundvelli þeirra þjóðfélagsviðhorfa sem eru uppi nú.“Telur símhleranir sönnurgagn um ekki neitt Þá sagði verjandinn að halda yrði allar grundvallarreglur réttarríkisins í heiðri, sem hann telur að hafi ekki verið gert, og gerði í framhaldinu alvarlega athugasemdir við framgöngu ákæruvaldsins í málinu. Gerði Grímur að umtalsefni símhleranir sem gerðar voru eftir að menn fengu réttarstöðu sakbornings og sagði þær „ekki sönnunargagn um neitt.“ Þá gerði hann athugasemdir við leiðandi spurningar ákæruvaldsins sem hann sagði oft á tíðum hafa verið studdar röngum fullyrðingum. „Þá gerir ákærði alvarlegar athugasemdir við málflutning ákæruvaldsins. Þar var í mörgum tilvikum farið rangt með staðreyndir og vísað með ónákvæmum og óábyrgum hætti í gögn málsins.“Rætt um vald Ingólfs Til vara er farið fram á að Ingólfur verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Byggist sýknukrafan á því að Ingólfur hafi ekki verið í yfirstjórn bankans á ákærutímabilinu. Hann hafi því ekki stjórnað bankanum heldur aðeins starfsemi hans Kaupþings á Íslandi. Hlutverk Ingólfs hafi því verið að sinna og hafa umsjón með þeirri starfsemi sem fór fram hér á landi. Næsti yfirmaður hans var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings samstæðunnar. „Það er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að hlutverk eða vald Ingólfs Helgasonar hafi verið meira en þetta,“ sagði verjandi hans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í nokkur símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins.Greyið Ingólfur hafi engu ráðið Í símtölunum segir Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einnig ákærður í málinu, um Ingólf að hann sé maðurinn sem gefi honum (Einari) skipanir en hann sé ekki maðurinn sem taki neinar ákvarðanir. Þá sé Ingólfur „ekkert aðal plottarinn í þessu.“ Grímur fór líka yfir nokkur ummæli Frosta Reys Rúnarssonar, sem var forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings og var á meðal vitna í málinu. Í einu símtali segir Frosti meðal annars: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.“ Í öðru símtalanna segist Frosti hafa “pínu áhyggjur af Golla en ég held að flestir viti að Ingólfur Helgason réð engu í bankanum.” Stuttu síðar í sama símtali segir Frosti svo: „Hann tók ekki eina einustu ákvörðun.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32