„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2015 12:51 Sigurður Einarsson og Páll Winkel. Vísir/Daníel/AntonBrink Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir engin mannréttindi hafa verið brotin á Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, þegar honum var meinað um daglegan akstur á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöldum yfir honum stóð. Páll Winkel heldur þessu fram í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar, sakaði fangelsismálayfirvöld um að hafa brotið á Sigurði með því að neita að aka honum daglega á milli Kvíabryggju og Reykjavíkur á meðan réttarhöld stóðu yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn Kaupþingsmönnum.Sjá einnig:„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Eins og kunnugt er situr Sigurður nú í fangelsi á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu. Fór hann fram á það við fangelsismálayfirvöld áður en aðalmeðferð hófst að hann yrði fluttur daglega úr fangelsinu til Reykjavíkur svo hann gæti setið réttarhöldin. Þeirri beiðni hafnaði fangelsismálastjóri og bar fyrir sig skorti á fjármunum en bauð honum þess í stað að dvelja í fangaklefa á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Með þessu telur Gestur að réttindi skjólstæðings síns til að verjast hafi verið brotin en þau eru tryggð í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að allir eigi að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Páll seir í samtali við RÚV það ekki vera mannréttindabrot að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur. „Heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi er í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar,“ hefur RÚV eftir Páli.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira