Miðaldra karlmenn elska Eurovision Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2015 14:22 Áhugi Íslendinga á Eurovision á sér varla hliðstæðu. vísir/getty Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30
Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00