Afbókunum fjölgar í aðdraganda verkfalls Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2015 12:53 VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara.
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira