Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:26 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54