Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 14:42 Össur Skarphéðinsson, Jón Gunnarsson og Páll Jóhann Pálsson. vísir Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“
Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44