Gista áfram á hótelinu en fæðispeningar falla niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2015 15:21 María Ólafsdóttir og félagar hafa skemmt landanum undanfarna daga og vikur í tengslum við Eurovision. Vísir/GVA Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman. Eurovision Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman.
Eurovision Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira