Um þrjú þúsund liðsmenn írakskra öryggissveita á bandi Íraksstjórnar hafa hafið sókn gegn liðsmönnum ISIS sem náðu borginni Ramadi á sitt vald í síðustu viku.
Talsmaður hersveitanna segir þær hafa náð aftur bænum Husayba, austur af Ramadi, úr höndum ISIS-liða.
Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs og er einungis rúmum hundrað kílómetrum vestur af íröksku höfuðborginni Bagdad. Fall Ramadi er talið mikið áfall fyrir Íraksstjórn.
Í frétt BBC segir að um fimm hundruð manns hafi látist í átökum um borgina og að um 40 þúsund manns – eða um þriðjungur borgarbúa – hafi flúið borgina síðustu daga.
Einungis um tvö hundruð ISIS-liðar náðu Ramadi úr höndum tíu sinnum fleiri hermönnum írakskra öryggissveita í síðustu viku.
Liðsmenn ISIS ráða nú yfir um helming landsvæðis Anbar-héraðs.
Írakskar öryggissveitir hefja sókn gegn ISIS-liðum í Ramadi

Tengdar fréttir

Hafa náð völdum í Ramadi
Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks.

Ramadi fellur undan sókn ISIS
Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn.

Tugþúsundir hafa flúið Ramadi
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir.

Óttast um fornminjarnar
Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra.

ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi
Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóðirnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning.

ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi
Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás.

Ráðast gegn ISIS í Ramadi
Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær.