„Við Gísli vorum alltaf til í að taka að okkur barn“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. maí 2015 14:30 Guðrún Ögmundsdóttir var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. Vísir/GVA Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00
Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00