Hildur Þorgeirsdóttir snýr heim í sumar og spilar með Fram á næstu leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta.
Fram hefur gengið frá tveggja ára samning við hægri skyttuna sem hefur við viðloðin íslenska landsliðið undanfarin ár.
Hún spilaði nú síðast með Koblenz í Þýskalandi en var áður á mála hjá HSG Blomberg-Lippe.
Þegar Hildur spilaði síðast með Fram frá 2009-2011 skoraði hún grimmt og því um mikinn liðsstyrk fyrir Fram að ræða.
Fram endaði í öðru sæti deildarkeppninnar í vetur en tapaði, 3-1, í undanúrslitum gegn Stjörnunni í úrslitakeppninni.
Hildur aftur til Fram
Tómas Þór Þórðarson skrifar
