Segir að Sepp Blatter verði að fara Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 23:32 Graig Dyke, framkvæmdastjóri Enska fótboltasambandsins, eða FA, segir að Sepp Blatter, forstjóri FIFA, verði að yfirgefa samtökin. Hann segist ekki sannfærður eftir tilkynningu Blatter um að FIFA myndi vinna sér aftur inn traust aðdáenda fótbolta með því að auka baráttuna gegn spillingu. Dyke gengur töluvert lengra en Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sem segir að fresta eigi kosningunum um næsta forseta FIFA um hálft ár. Að óbreyttu verða þær á föstudaginn og býður Blatter til fimmta fjögurra ára kjörtímabilsins sem forstjóri FIFA. Gegn honum er Ali, prins Jórdaníu. „Blatter hefur sent frá sér tilkynningu um að nú sé rétti tíminn til að endurbyggja traust FIFA,“ sagði Dyke í kvöld. „það er ómögulegt endurbyggja það traust á meðan Sepp Blatter er enn þar. Hann verður að fara. Annaðhvort þarf hann að segja af sér, eða það þarf að kjósa hann burt, eða við þurfum að finna þriðja möguleikann.“ „Ég tel skaðinn sem þetta hafi valdið FIFA sé svo mikill að það sé ómögulegt að endurbyggja samtökin á meðan hann er þarna. UEFA þarf að reyna að bola honum í burtu.“ Sjö starfsmenn FIFA voru handteknir í Sviss eftir að þeir voru ákærðir í Bandaríkjunum fyrir meðal annars spillingu og mútur. Tveir aðrir starfsmenn samtakanna voru einnig ákærðir sem og fimm aðrir. Tilkynningu Blatter vegna málsins má sjá hér. Sjá einnig: Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samkvæmt AP fréttaveitunni gaf Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, sig fram til lögreglu í Trinidad and Tobago vegna ákærunnar í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra landsins segir að þeir hafi unnið með Bandaríkjunum að rannsókn málsins í eitt ár. Honum var bolað frá FIFA árið 2011, eftir mútuhneyksli. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Graig Dyke, framkvæmdastjóri Enska fótboltasambandsins, eða FA, segir að Sepp Blatter, forstjóri FIFA, verði að yfirgefa samtökin. Hann segist ekki sannfærður eftir tilkynningu Blatter um að FIFA myndi vinna sér aftur inn traust aðdáenda fótbolta með því að auka baráttuna gegn spillingu. Dyke gengur töluvert lengra en Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sem segir að fresta eigi kosningunum um næsta forseta FIFA um hálft ár. Að óbreyttu verða þær á föstudaginn og býður Blatter til fimmta fjögurra ára kjörtímabilsins sem forstjóri FIFA. Gegn honum er Ali, prins Jórdaníu. „Blatter hefur sent frá sér tilkynningu um að nú sé rétti tíminn til að endurbyggja traust FIFA,“ sagði Dyke í kvöld. „það er ómögulegt endurbyggja það traust á meðan Sepp Blatter er enn þar. Hann verður að fara. Annaðhvort þarf hann að segja af sér, eða það þarf að kjósa hann burt, eða við þurfum að finna þriðja möguleikann.“ „Ég tel skaðinn sem þetta hafi valdið FIFA sé svo mikill að það sé ómögulegt að endurbyggja samtökin á meðan hann er þarna. UEFA þarf að reyna að bola honum í burtu.“ Sjö starfsmenn FIFA voru handteknir í Sviss eftir að þeir voru ákærðir í Bandaríkjunum fyrir meðal annars spillingu og mútur. Tveir aðrir starfsmenn samtakanna voru einnig ákærðir sem og fimm aðrir. Tilkynningu Blatter vegna málsins má sjá hér. Sjá einnig: Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samkvæmt AP fréttaveitunni gaf Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, sig fram til lögreglu í Trinidad and Tobago vegna ákærunnar í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðherra landsins segir að þeir hafi unnið með Bandaríkjunum að rannsókn málsins í eitt ár. Honum var bolað frá FIFA árið 2011, eftir mútuhneyksli.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45