Innlent

Lítil áhrif verkfalls hjúkrunarfræðinga á heimahjúkrun í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Áhrifanna gætir fyrst og fremst í afgreiðslu nýrra beiðna.
Áhrifanna gætir fyrst og fremst í afgreiðslu nýrra beiðna. Vísir/Vilhelm
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur frekar lítil áhrif á heimahjúkrun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hjúkrunarfræðingar hjá heimahjúkrun velferðarsviðs sem hafi verkfallsrétt séu um tuttugu.

„Hluti þeirra hefur fengið undanþágu til starfa, hvort sem er á dagvinnutíma eða á kvöldin svo áhrif verkfalls eru lítil hjá heimahjúkrun. Auk þeirra starfa um 17 hjúkrunarfræðingar samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og þeir eru ekki í verkfalli.

Áhrifanna gætir fyrst og fremst í afgreiðslu nýrra beiðna. Heimahjúkrun Reykjavíkurborgar fær um 120 beiðnir um þjónustu í hverjum mánuði en um 70% beiðna koma frá Landspítala. Vegna verkfallsins verður ekki hægt að afgreiða beiðnir eins og áður og mun stór hluti þeirra því bíða meðan verkfall varir.

Heimahjúkrun í Reykjavík þjónar einnig Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ á kvöldin og um helgar. Heimahjúkrun þjónar á hverjum tíma um 1100 íbúum á þjónustusvæðinu en hjá henni starfa einnig sjúkraliðar auk hjúkrunarfræðinga,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×