Innlent

Vöffluveisla hjá VR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pennninn á lofti og samningar undirritaðir.
Pennninn á lofti og samningar undirritaðir. Vísir/Vilhelm
Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna búu sig undir að skrifa undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Samningurinn var samþykktur í trúnaðarráði VR fyrr í dag og hittust aðilar til undirskriftar klukkan tvö í karphúsinu. Fyrstu launahækkanirnar taka gildi frá og með fyrsta maí síðast liðnum.

Kjarasamningar á almennum markaði smullu saman í Karphúsinu í gærkvöldi og skrifa nú bæði stóru verkalýðsfélögin þrjú innan Flóabandalagsins og 16 önnur stéttarfélög á Landsbyggðinni innan Starfsgreinasambandins undir nýja kjarasamninga hjá Ríkissáttasemjara ásamt VR og Landsambandi íslenskra verslunarmanna.

Sjá einnig:Svona verða launin þín eftir breytinguna

Sameiginlega eru þetta um 70 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist eiga von á að niðurstaðan muni hafa áhrif á þær viðræður sem eftir eru.

Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir að útspil ríkisins hafi skipt verulegu máli.

Samningurinn mun í kjölfarið fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum sem taka lokaákvörðun um hvort hann verði samþykktur eður ei.

Uppfært klukkan 15:20

Penninn er á lofti og eintök af samningnum ganga hringinn til undirritunar.

Fáir hafa bakað jafnmargar vöfflur í gegnum tíðina og Elísabet á skrifstofu sáttasemjara.Vísir/Vilhelm
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, í Karphúsinu í dag.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×