Íslenski boltinn

Fjölnismenn svara plakatagríni Pepsi-markanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Plaköt virka, segja Fjölnismenn.
Plaköt virka, segja Fjölnismenn. vísir/stefán
Plaköt Fjölnismanna til að auglýsa leiki liðsins í Pepsi-deildinni hafa vakið athygli við byrjun móts, en Pepsi-mörkin tóku plakatgerðina fyrir í fyrstu tveimur þáttunum.

Mætingin á leiki Fjölnis í fyrra var ekkert sérstök og til að fá fleira fólk á völlinn prentuðu Fjölnismenn plaköt og hengdu um allan Grafarvog.

Fyrsta plakatið var risastórt, en Fjölnismenn sendu Pepsi-mörkunum það og var plakatið sýnt í þættinum þegar farið var yfir fyrstu umferðina.

Þessar hressu kyndingar fram og til baka halda áfram og nú eru það Fjölnismenn sem svara. Þeir létu prenta stórt veggspjald með mynd af Herði Magnússyni og Hjörvari Hafliðasyni með Ágústi Gylfasyni á milli í gamla myndveri Pepsi-markanna. Fyrir neðan stendur svo: „Plaggöt virka“.

Fjölnir mætir Fylki í annarri umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld og má búast við fjölmenn á völlinn þar sem plaköt greinilega virka.

vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×