Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi í liðinni viku. vísir/gva Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56