NBA: Golden State og Atlanta jöfnuðu bæði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2015 07:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Þrjú af fjórum undanúrslitaeinvígunum í í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru jöfn, 2-2, eftir að bæði Golden State Warriors og Atlanta Hawks unnu leiki sína í nótt. Stephen Curry, nýkjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur, var með 33 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan 101-84 útisigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 2-2. Memphis Grizzlies var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu og Golden State liðið hafði ekki tapað þremur leikjum í röð á tímabilinu. Leikur númer fimm er á heimavelli Golden State Warriors. „Í kvöld tókum við skref í átt að því að skilja betur af hvaða krafti og keppnishörku við þurfum að spila þessa leiki. Þetta var það besta hjá okkur í úrslitakeppninni hvað það varðar að spila á fullu allar sekúndur leiksins," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. „Við gáfum tóninn í fyrsta leikhlutanum og vorum með fótinn á bensínsgjöfinni það sem eftir var leiksins," sagði Stephen Curry sem skoraði 21 af 33 stigum sínum fyrir hálfleik. Draymond Green var með 16 stig og 10 fráköst hjá Golden State, Klay Thompson skoraði 15 stig, Harrison Barnes var með 12 stig Andre Iguodala skoraði 11 stig. Marc Gasol skoraði 19 stig og tók 10 fráköst hjá Memphis og Zach Randolph var með 12 stig og 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta Hawks sem jafnaði sitt einvígi á móti Washington Wizards í 2-2 eftir 106-101 útisigur í nótt. Washington lék áfram án leikstjórnandans síns John Wall en liðið hafði fyrir leikinn í nótt ekki tapað á heimavelli. Paul Millsap var með 19 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst og Al Horford bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. „Svona spilum við og svona höfum við verið að spila allt tímabilið. Ég tel að þetta sé besti leikurinn okkar í seríunni," sagði Paul Millsap eftir leikinn. Bradley Beal var með 34 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Washington og Paul Pierce hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum og skoraði 22 stig. Pierce gat jafnað metin með þriggja stiga skoti 9,5 sekúndum fyrir leikslok en skotið geigaði. NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Þrjú af fjórum undanúrslitaeinvígunum í í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru jöfn, 2-2, eftir að bæði Golden State Warriors og Atlanta Hawks unnu leiki sína í nótt. Stephen Curry, nýkjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur, var með 33 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan 101-84 útisigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 2-2. Memphis Grizzlies var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu og Golden State liðið hafði ekki tapað þremur leikjum í röð á tímabilinu. Leikur númer fimm er á heimavelli Golden State Warriors. „Í kvöld tókum við skref í átt að því að skilja betur af hvaða krafti og keppnishörku við þurfum að spila þessa leiki. Þetta var það besta hjá okkur í úrslitakeppninni hvað það varðar að spila á fullu allar sekúndur leiksins," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. „Við gáfum tóninn í fyrsta leikhlutanum og vorum með fótinn á bensínsgjöfinni það sem eftir var leiksins," sagði Stephen Curry sem skoraði 21 af 33 stigum sínum fyrir hálfleik. Draymond Green var með 16 stig og 10 fráköst hjá Golden State, Klay Thompson skoraði 15 stig, Harrison Barnes var með 12 stig Andre Iguodala skoraði 11 stig. Marc Gasol skoraði 19 stig og tók 10 fráköst hjá Memphis og Zach Randolph var með 12 stig og 11 fráköst. Jeff Teague skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta Hawks sem jafnaði sitt einvígi á móti Washington Wizards í 2-2 eftir 106-101 útisigur í nótt. Washington lék áfram án leikstjórnandans síns John Wall en liðið hafði fyrir leikinn í nótt ekki tapað á heimavelli. Paul Millsap var með 19 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst og Al Horford bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. „Svona spilum við og svona höfum við verið að spila allt tímabilið. Ég tel að þetta sé besti leikurinn okkar í seríunni," sagði Paul Millsap eftir leikinn. Bradley Beal var með 34 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Washington og Paul Pierce hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum og skoraði 22 stig. Pierce gat jafnað metin með þriggja stiga skoti 9,5 sekúndum fyrir leikslok en skotið geigaði.
NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira