Hreyfing komin á viðræður VR og Samtaka atvinnulífins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:02 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00
Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00