„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2015 11:23 Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn -- en Sverrir sjálfur er hluti sýningarinnar. snorri ásmundsson Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga. Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga.
Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54