Námsmenn erlendis kvarta til umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2015 14:55 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/GVA Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns. Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns.
Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30
Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29