Umboðsmaður vill að innanríkisráðuneytið skoði kvörtun flugfarþega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. maí 2015 16:50 Flugfarþegi ósáttur við umfjöllun Samgöngustofu um kvörtun vegna flugfélags. Vísir/Getty Images/Valli Umboðsmaður Alþingis vill að innanríkisráðuneytið taki til umfjöllunar stjórnsýslukæru sem óánægður flugfarþegi sendi ráðuneytinu vegna umfjöllunar Samgöngustofu á kvörtun sinni. Þetta kemur fram í áliti á vef umboðsmanns. Maðurinn kvartaði upphaflega til Samgöngustofu yfir flugfélagi sem ekki virti bókun hans og eiginkonu hans á ákveðnum sætum í flugvél sem þau fóru með. Samgöngustofa svaraði kvörtun mannsins á þann veg að stofnunin hefði skilning á þeim óþægindum sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins en að ekki væri séð að flugfélagið hefði brotið gegn lögum um loftferðir. Maðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og sendi í kjölfarið tölvupóst til innanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni: „Kærubréf á ákvörðun og niðurstöðu Samgöngustofu.“ Ráðuneytið taldi ekkert í bréfi mannsins benda til þess að Samgöngustofa hafi afgreitt erindi mannsins með óeðlilegum hætti og fjallaði ekki frekar um málið. Umboðsmaður telur að erindi mannsins hafi ekki endaði í réttum farvegi samkvæmt lögum. Jafnframt telur umboðsmaður að Samgöngustofa hafi ekki verið nógu skýr um í hvaða farveg kvörtun mannsins var lögð. Samgöngustofu var sérstaklega kynnt álitið og mældist umboðsmaður til þess að stofnunin gæti framvegis betur að úrlausn um kvartanir flugfarþega séu skýrar og gætt sé að veittar séu leiðbeiningar samkvæmt stjórnsýslulögum. Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að innanríkisráðuneytið taki til umfjöllunar stjórnsýslukæru sem óánægður flugfarþegi sendi ráðuneytinu vegna umfjöllunar Samgöngustofu á kvörtun sinni. Þetta kemur fram í áliti á vef umboðsmanns. Maðurinn kvartaði upphaflega til Samgöngustofu yfir flugfélagi sem ekki virti bókun hans og eiginkonu hans á ákveðnum sætum í flugvél sem þau fóru með. Samgöngustofa svaraði kvörtun mannsins á þann veg að stofnunin hefði skilning á þeim óþægindum sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins en að ekki væri séð að flugfélagið hefði brotið gegn lögum um loftferðir. Maðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og sendi í kjölfarið tölvupóst til innanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni: „Kærubréf á ákvörðun og niðurstöðu Samgöngustofu.“ Ráðuneytið taldi ekkert í bréfi mannsins benda til þess að Samgöngustofa hafi afgreitt erindi mannsins með óeðlilegum hætti og fjallaði ekki frekar um málið. Umboðsmaður telur að erindi mannsins hafi ekki endaði í réttum farvegi samkvæmt lögum. Jafnframt telur umboðsmaður að Samgöngustofa hafi ekki verið nógu skýr um í hvaða farveg kvörtun mannsins var lögð. Samgöngustofu var sérstaklega kynnt álitið og mældist umboðsmaður til þess að stofnunin gæti framvegis betur að úrlausn um kvartanir flugfarþega séu skýrar og gætt sé að veittar séu leiðbeiningar samkvæmt stjórnsýslulögum.
Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira