Hver er þessi Matthew Dellavedova? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Matthew Dellavedova. Vísir/Getty Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington. NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington.
NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10
Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30
NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30